Kæst skata – tákn vellíðunar og vináttu

Það má eiginlega segja að jólin okkar hafi byrjað á Þorláksmessudag. Þá mættu hér fimmtán fjölskyldumeðlimir skömmu eftir hádegi til að borða skötu. Áður en yfir lauk var hver ögn horfin. Fimm kíló af skötu, tvö af saltfiski, sex kíló kartöflur, tólg og rúgbrauð með smjöri. Það ríkti ákaflega innileg stemning og ástríkið flæddi milli þátttakenda. Sannaðist þar, eitt skipti enn, að kæst skata er mikið vellíðunarlyf.

Lesa áfram„Kæst skata – tákn vellíðunar og vináttu“