Setning dagsins

„Prófsteinn á framfarir er ekki hvort við bætum meira við gnægð þeirra sem mikið eiga heldur hvort við búum nægilega vel í haginn fyrir þá sem eiga lítið.“

Franklin Roosevelt / Lesbók 6. jan.

Svo yndisleg orð

Stundum, við lestur bóka, grípur ein setning mann slíkum tökum að ekki er hjá því komist að lesa hana aftur, já og aftur, leyfa henni að síga inn í vitundarrýmið og fara um hugann eins og svalandi drykkur um heitan líkama. Og svo verður maður að rísa á fætur og ganga um, stansa við glugga og horfa út án þess að sjá út og finna setninguna aftur og aftur hafa sjálfa sig yfir.

Lesa áfram„Svo yndisleg orð“

Kæst skata – tákn vellíðunar og vináttu

Það má eiginlega segja að jólin okkar hafi byrjað á Þorláksmessudag. Þá mættu hér fimmtán fjölskyldumeðlimir skömmu eftir hádegi til að borða skötu. Áður en yfir lauk var hver ögn horfin. Fimm kíló af skötu, tvö af saltfiski, sex kíló kartöflur, tólg og rúgbrauð með smjöri. Það ríkti ákaflega innileg stemning og ástríkið flæddi milli þátttakenda. Sannaðist þar, eitt skipti enn, að kæst skata er mikið vellíðunarlyf.

Lesa áfram„Kæst skata – tákn vellíðunar og vináttu“

Gleðilegt ár 2007

Var að koma inn af svölunum. Datt í hug að kasta á ykkur kveðju. Óska gleðilegs árs og þakka fyrir heimsóknir á heimasíðuna á liðna árinu. Mér þótti ákaflega vænt um sérhverja þeirra. Finnst þó að fleiri hefðu mátt senda athugasemdir og blanda sér í umræðuna. Athugasemdirnar eru eins og hlýlegt handtak. Svo vinalegar.

Lesa áfram„Gleðilegt ár 2007“