Helgi og Hannes – ástarbrími

Hlýindi undanfarna daga hafa mildað skap margra Reykvíkinga. Fólk sem hélt sig innanhúss hefur nú dregið fram göngustafi og klossa og farið í lengri og styttri göngur. Það gerðu þeir einnig félagarnir Helgi og Hannes og hittust í morgun á bekknum í kverkinni þar sem mætast Suðurbugt og Ægisgarður. Hafflöturinn var sléttur og vinalegur. Bátar hvíldu kyrrlátir við flotbryggjur.

Helgi: Það er blíðan.
Hannes: Blessað veður.
Helgi: Það er orðið dálítið langt síðan.
Hannes: Langt síðan hvað?
Helgi: Við hittumst.
Hannes: Vont göngufæri.
Helgi: Það má nú segja.
Hannes: Gott að fá svona daga.
Helgi: Já. Góðir dagar.

Þeir horfa út yfir höfnina, þöglir um hríð. Helgi lítur á Hannes sem er óvenjulega léttklæddur. Hann ber höfuðið hátt og það er ánægjusvipur á andliti hans.

Helgi: Þú ert léttklæddur í dag?
Hannes: Það væri nú annaðhvort.
Helgi: Og glaðlegur?
Hannes: Annað er ekki hægt.
Helgi: Og kátur og skrafhreifinn?
Hannes: Það er nú tilefni til maður.
Helgi: Má spyrja hvaða tilefni?
Hannes: Já. Ég er búinn að fáða tvisvar í vikunni.
Helgi: Fáða?
Hannes: Já. Tvisvar. Stórkostlega.
Helgi: Stórkostlega. Tvisvar. Hvað?
Hannes: Fullnæginu.

Helga vefst tunga um tönn. Hann horfir framan í vin sinn undrandi. Spyr loks:

Helgi: Ég vissi ekki að þú værir í sambandi?
Hannes: Það þarf ekkert samband til.
Helgi: Meinaru þá skyndikynni?
Hannes: Það má segja það.
Helgi: Fullnægingu?
Hannes: Heldur betur.
Helgi: Og tvisvar í sömu vikunni?
Hannes: Já.
Helgi: Ertu ekki að ýkja núna?
Hannes: Nei. Alls ekki.
Helgi: Hvernig má það vera?
Hannes: Það er einfalt. Fyrst með Frökkum svo með Túnis.

2 svör við “Helgi og Hannes – ástarbrími”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.