Mýrin – í örfáum orðum

Það er nú þannig með okkur hjónakornin að bíóferðir eru fremur sjaldgæfar. Kannski ein á tveggja ára fresti. Helgast það fremur af áhugaleysi mínu en frúarinnar. Svo og auðvitað af tilveru Litlatrés sem við stundum af ástríðu. Hvað um það. Nú þegar liðlega sjötti hluti íslensku þjóðarinnar hefur séð Mýrina er ekki óeðlilegt að Ásta beri fram spurninguna: „Á ég þá að fara ein?“

Lesa áfram„Mýrin – í örfáum orðum“