Trúarbrögð og sósur

Þegar kunningjar mínir, frændur, makar frænkna minna og allskyns vinir, urðu sjötugir, þá yfirleitt veittist ég að þeim stríðinn og hrekkjóttur og sagði að nú væru þeir orðnir löglegar kerlingar. Yfirleitt tóku þeir þessu án svipbreytinga. Aldrei glaðlega. Svona lét ég við þá enda stríðni í ættinni. Afi minn, Steinn Þórðarson, var meinstríðinn og hló svo yndislega smitandi hlátri þegar honum tókst best upp í stríðninni.

Lesa áfram„Trúarbrögð og sósur“