GPS – spurning um aldur?

Það var allt í einu kominn auka vegpunktur í tækið. Ég lagði mig allan fram um að reyna að rifja upp hvar hann hefði komið til. Það tókst ekki. Reyndar er langt síðan ég hef notað apparatið. Hef verið svo upptekinn við smíðar í sveitinni að tækið hefur legið ofan í skúffu í marga mánuði. Jafnvel síðan í fyrra. En nú hafa verið góðir dagar og verkefni fá, þannig að ég ákvað að fara með apparatið út og rifja upp.

Lesa áfram„GPS – spurning um aldur?“