Réttardagur 2006

Bý mig undir að fara í réttir í fyrramálið, snemma. Nánar tiltekið í Þverárrétt í Mýrarsýslu. Fer og horfi á bændafólkið draga fé sitt og rifja upp hvernig þetta var fyrir tæpum fimmtíu árum. Hvað segi ég? Fimmtíu árum. Er það virkilega svona langt. Eins og mér finnst það stutt. Nú hittir maður ekki fólkið sem var þar þá. Og Ási á Högnastöðum féll frá í vikunni sem leið.

Lesa áfram„Réttardagur 2006“