Hlustað á bækur og gengið með löbbu

Við litum við hjá henni á Borgarspítalanum í gær. Það var síðdegis. Hún er í sinni fyrstu innlögn á sjúkrahús, níutíu ára gömul, eftir blæðingu inn á heilann fyrr í sumar. Við blæðinguna lamaðist hægri hlið líkamans. Fremur litlar líkur voru taldar á að svo fullorðin kona endurheimti tapað afl. En þessari hetju er ekki fisjað saman. Nú lyftir hún hægri hendinni upp fyrir höfuðið, gengur um með „löbbuna“ sína og fer stiga á milli hæða tvisvar á dag. Einnig hafa einkenni í andliti horfið.

Lesa áfram„Hlustað á bækur og gengið með löbbu“