Gamlir menn á tæknitímum

Það er sagt að þeir sem bestum árangri nái í hinum ýmsu tækninýjungum sem stöðugt eru í þróun og mikilli framför, séu þeir sem byrja nógu ungir að ástunda og tileinka sér tæknina. Sem dæmi er gjarnan vitnað í færni í meðferð tölva og allra þeirra margslungnu forrita sem þeim fylgja. Svona niðurstöður eru ekki sérlega uppörvandi fyrir eldri borgara enda hafa ýmsir þeirra reynslu af höfuðverk sem yfirtekur tilveru þeirra þegar glímt er við hin einföldustu forrit.

Lesa áfram„Gamlir menn á tæknitímum“