Með hrút í klofinu

Það var réttað í Þverárrétt í gær. Allstórt safn var í nátthaganum, tólf til fimmtán þúsund fjár. Rætt var um að eitthvað hlyti að hafa orðið eftir á heiðinni, þar sem mikil þoka og slæmt skyggni hafði lagst yfir leitarsvæðin. Þá var og mættur fjöldi fólks að vanda, bændur og bændafólk til að heimta sitt fé og fjöldinn allur af öðru fólki og mikið af börnum. Þrjár skólarútur höfðu mætt við Varmalandsskóla, tómar. Einn eða tveir komu í réttirnar til að sýna nýju jeppana sína.

Lesa áfram„Með hrút í klofinu“