September In The Rain

Líkur sjálfum sér, september. Suðvestan allhvass og hvass, gengur á með rigningu. Við vorum í sveitinni og fylgdumst með bændafólkinu handan við ána. Fyrir klukkan sjö lagði það á hesta sína og hélt af stað til fjalla. Til að smala. Skömmu síðar ókum við Ásta og sóttum þrjátíu hríslur, birki og reyni. Höfðum keypt þær á miðju sumri. Hugðumst gróðursetja í september. September hefur reynst okkur vel.

Lesa áfram„September In The Rain“