Brotinn pottur

Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta. Hún hengdi þá hvorn á sinn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum þegar hún sótti vatn í uppsprettu sem var fjarri heimili hennar. Annar potturinn var með sprungu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom en hinn var fullkominn og því alltaf fullur af vatni. Svona gekk þetta í tvö ár. Daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með annan pottinn fullann af vatni en hinn hálfan.

Lesa áfram„Brotinn pottur“