Réttardagur 2006

Bý mig undir að fara í réttir í fyrramálið, snemma. Nánar tiltekið í Þverárrétt í Mýrarsýslu. Fer og horfi á bændafólkið draga fé sitt og rifja upp hvernig þetta var fyrir tæpum fimmtíu árum. Hvað segi ég? Fimmtíu árum. Er það virkilega svona langt. Eins og mér finnst það stutt. Nú hittir maður ekki fólkið sem var þar þá. Og Ási á Högnastöðum féll frá í vikunni sem leið.

Það er mikill sjónarsviptir að Ása. Hann var gangandi markaskrá og ekki bara ein heldur margar. Klikkaði aldrei á fjármörkum. Það var verulega gaman að fylgjast með honum í gamla daga. Hann skar úr öllum vafamálum og kallaði nafn bæjanna upp. Maður umgekkst hann með einstakri virðingu. En nú verður hann ekki með.

Pistil um réttirnar sem ég skrifaði 2004 má skoða hér. Ég bæti við skýringum við myndirnar ef einhver hefur áhuga.
Fyrsta myndin er tekinn yfir almenninginn.
Önnur myndin er af Ásmundi á Högnastöðum.
Þriðja sýnir hendur Ása þreifa á ógreinlegu eyrnamarki.
Sú fjórða er af Guðmundi í Hlöðutúni og pistlahöfundi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.