Ótti og afkoma

„Vér erum dauðskelkaðir við að eiga lítið í sjóði. Vér fyrirlítum hvern sem tekur einfalda lifnaðarhætti og innri rósemi fram yfir auðæfi. Vér höfum glatað öllum skilningi á því hvernig menn gátu forðum daga hafið fátækt af hugsjónaástæðum til skýjanna, frelsi undan oki auðæfanna, óháðan hug og karlmannlegt æðruleysi.

Það að vera metinn eftir því sem maður er eða gerir en ekki hvað maður á, og hafa rétt til að fórna lífinu fyrirvaralaust, ef svo vill verkast. Vissulega er ótti menntuðustu stéttanna við lélega fjárhagsafkomu mesti siðferðissjúkleikinn sem þjáir menningu vora.“
– William James

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.