Nútími

Sviðið er í nýju úthverfi Reykjavíkur. Það er komið að miðnætti. Hjónin eru háttuð og búin að slökkva ljósið. Unglingurinn á heimilinu opnar dyrnar og hvíslar: „Mamma, það er skólaferðalag á morgun. Mig vantar nesti og pening.“

Mamman rís upp við dogg og spyr á móti: „Þú ætlast þó ekki til að ég fari á fætur núna og útbúi nesti handa þér?“ Unglingurinn svaraði: „Nei, nei, það er nóg að láta mig hafa pening. Það verður stoppað í Borgarnesi og hægt að kaupa nesti.“ „Þú færð tvö þúsund í fyrramálið. Hvert verður farið?“ „Ég held Þorlákshöfn, eða eitthvað svoleiðis,“ svarar unglingurinn. „Já. Þorlákshöfn.“

Tveim dögum síðar. Móðirin spyr unglinginn:
„Var gaman í ferðinni?“
„Fínt, maður. Fínt.“
„Og hvert var farið?“
„Þórsmörk.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.