Mikill lúðrablástur og hávaði hefur dunið á þjóðinni undanfarnar vikur um hrun efnahagslífsins á Íslandi. Allskyns fólk í allskyns stofnunum, fólk sem skreytir sig með margföldum háskólagráðum í sértækri þekkingu á hagfræði og þróun peningamála, hefur tjáð sig um að hræðileg endalok góðæris séu að hvolfast yfir þjóðina og því kominn tími fyrir almúgafólk að biðja fyrir sér og afkomu sinni.