Biblían og fordómar

Skilmerkileg grein með þessu nafni birtist í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag. Höfundur hennar er Jón Axel Harðarson dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Greinin er full af góðum fróðleik og undir grundvallarskoðun mannsins, sem hann setur fram í niðurlagi greinarinnar, tek ég af heilum hug. Þar segir m.a.: „Þýðendum Biblíunnar ber að gæta hlutleysis. Þeirra verk er að túlka ritninguna eins rétt og kostur er, óháð ýmsum fordómum hverju sinni. Þýðingin verður að vera trú frumtexta sínum, …“

Lesa áfram„Biblían og fordómar“

Á fallegum degi

Og hún sagði: „Þú ert eins og níræður karl.“
Hann sagði: „Er ég hvað?“
Hún sagði: „Eins og níræður karl, illa til fara.“
Hann sagði: „Hvað áttu við, kona?“
Hún sagði: „Þú ert í ljótum fötum, óhreinum og púkalegum.“
Hann sagði: Hverslags árás er þetta, á að brjóta mig niður núna?“

Lesa áfram„Á fallegum degi“

Einkennileg bókamerki

Veitti því ekki athygli fyrr en í morgun hvað bókamerkin mín eru einkennileg. Það kom til af því að í vinnuherberginu mínu er oft dálítil óreiða og ég þurfti að finna skjal eða minnisblað sem hafði grafist undir hinum ýmsu bókum sem ég er að grauta í. Og til þess að finna minnisblaðið varð ég að stafla bókunum sem eru í lesningu. Þá tók ég eftir bókamerkjunum.

Lesa áfram„Einkennileg bókamerki“

Þinn harmur og minn

Hin meiri skáld yrkja stundum á þann veg, svo listilega, að lesandanum getur fundist hann sé sjálfur að tjá sig. Þó kannski ekki beint að tala, heldur fremur eins og leikið sé á strengi tilfinninga hans. En allir bera tilfinningar. Stundum þegar eitt svið þeirra stígur fram fyrir önnur, – og mönnum getur liðið eins og hljóðfæri sem þarfnast hljóðfæraleikara, eða huggara – er svo elskulegt að geta lesið ljóð skálda sem strjúka yfir strengina og vekja hljóminn sem þrýstir á um hljómun.

Lesa áfram„Þinn harmur og minn“

Rigningarsumarið mikla

Þetta þráláta kalda veðurlag, norðan átt, heiðskír himinn og næturfrost, sem legið hefur yfir landinu svo til allan maímánuð, minnir óneitanlega á vorið 1955. Þá voru dagarnir fallegir eins og núna en gjarnan þunn frostskel á jörð á morgnanna. Við unnum við að undirbúa kartöflugarða Reykjavíkurbæjar fyrir sáningu, en almenningur tók gjarnan á leigu garð og setti niður kartöflur og sitthvað annað.

Lesa áfram„Rigningarsumarið mikla“

Erfitt að skilja

Afskaplega er það margt sem karl eins og ég á erfitt með að skilja. Jafnvel hin einföldustu mál geta vakið honum undrun og furðu. Eins og til dæmis lestur dagblaða. Ekki er mér nokkur lifandi leið að átta mig á fólki sem lætur sér nægja að lesa Fréttablaðið eitt blaða og mynda sér skoðanir á málefnum dægranna út frá efni þess.

Lesa áfram„Erfitt að skilja“

Átta hlutir

Margar myndir í fjölmiðlum síðustu daga sýna forseta Íslands brosandi og stoltan í miðjum hópi íslenskra milljarðamæringa. Hann hefur sjaldan notið sín betur. Þeir eru staddir í Kína. Fyrirsagnir fréttamiðla skrifa með feitu, Kínverska efnahagsvélin, Stórkostleg tækifæri, Samið um stærstu…, Íslensk hjón í átta…, FL Group gerir milljarða samning, Sportís semur um fatnað.

Lesa áfram„Átta hlutir“

Jói

Anno 1945.
Jói var bílstjórinn á staðnum. Stundum, þegar hann var sendur í kaupstaðinn til að útrétta, leyfði hann krakkahópnum að sitja í. Það var mjög vinsælt og vildi enginn missa af ferðinni. Eitt skiptið var Jói sendur í veg fyrir rútuna Reykjavík- Hellukot, en von var á vistmanni með henni. Jói hóaði krökkunum saman, þeir voru fimm eða sex, og bauð þeim með.

Lesa áfram„Jói“

Hvítasunnudagur í sveit

Fyrir margt löngu, eða um það bil 40 árum, á einu þessara tímabila í sögu þjóðarinnar þegar atvinna var í minna lagi, en eins og nú, að verkamönnum tókst ekki að framfleyta fjölskyldum sínum á dagvinnunni einni saman, þá birtist auglýsing frá steypugerð Jóns Loftssonar, sem hljóðaði svo: „Verkamenn vantar strax. Mikil vinna.“

Lesa áfram„Hvítasunnudagur í sveit“