Það mátti lesa í dagblaði nýlega örstutt viðtal um hvítasunnuna við mann nokkurn sem titlaður var sérfræðingur í málefnum hennar. Kom fram sú skoðun mannsins að helst kysi hann að allir dagar ársins væru hvítasunnudagar. Yfirlýsingar sem þessi minna á orð smábarnsins sem lét þá ósk í ljós um jólin, þegar það hámaði í sig sælgæti, að gaman væri ef alltaf væru jól.