Einkennileg bókamerki

Veitti því ekki athygli fyrr en í morgun hvað bókamerkin mín eru einkennileg. Það kom til af því að í vinnuherberginu mínu er oft dálítil óreiða og ég þurfti að finna skjal eða minnisblað sem hafði grafist undir hinum ýmsu bókum sem ég er að grauta í. Og til þess að finna minnisblaðið varð ég að stafla bókunum sem eru í lesningu. Þá tók ég eftir bókamerkjunum.

Lesa áfram„Einkennileg bókamerki“