Styrjaldarlok 1945

Öll skipin sem voru í höfninni þeyttu þokulúðrana. Bílar flautuðu. Fánar voru dregnir að hún. Fólk hrópaði og segja má að hver einasti maður hafi brosað út að eyrum. Við pollarnir fórum niður að höfn. Mannfjöldi eigraði fram og aftur. Síðdegis og um kvöldið varð svo allt brjálað. Áflog og slagsmál milli hermanna og Íslendinga. Lögreglan beitti kylfum við að skakka leikinn. Fékk ekki rönd við reist. Beitti loks táragasi. Óeirðirnar héldu áfram daginn eftir.

Lesa áfram„Styrjaldarlok 1945“