Afar og ömmur Óla Ágústssonar

Það er við hæfi að gera öfum og ömmum nokkur skil. Að sjálfsögðu eiga allir aðgang að Íslendingabók og geta náð sér í fróðleik um forfeðurna þar. En í huga mínum var þetta fólk mér kært og á ég ekki von á að ættfræðibækur eða stofnanir hafi sömu tilfinningu til þeirra. Ég er svo lánsamur að eiga mynd af þeim öllum saman. Smellið á myndina til að stækka hana.

Lesa áfram„Afar og ömmur Óla Ágústssonar“

Horft í skóginn

Einhverju sinni kom ég í upptökuhljóðver í Hafnarfirði. Mætti heldur of fljótt, sem hefur verið siður minn í gegnum lífið og ótalmargir álasað mér fyrir, og settist á stól sem staðsettur var rétt innan við dyr eins upptökuherbergisins. Landskunnur hljómlistarmaður sat við flygil og lék á hann. Mér heyrðist hann leita að hljómum til að bæta við lagið sem hann spilaði. Þetta var falleg tónlist, dægurgerðar, og ég naut þess að hlusta.

Lesa áfram„Horft í skóginn“