Ýmsir komast þannig að orði um lífsferil sinn að þeir megi muna tímanna tvenna. Er ljóðið um Hrærek konung á Kálfskinni, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, stórkostlegur kveðskapur um örlög tvenn. Þar kemur eftirfarandi ljóðlína fyrir aftur og aftur: „Man ég, man ég tíma tvenna. / Tár úr blindum augum renna.“ Ljóðið er harmaljóð og hrífur lesandann með sér inn í grimm örlög söguhetjunnar.