Að gráta hefir sinn tíma

Þeir komu inn í bekkinn, fjórir saman, klæddir svörtu og settust. Sá fyrsti við hliðina á mér, hinir utar. Þetta voru ungir menn á líkum aldri og sá látni. Hann var nýorðinn átján ára. Kirkjan var þéttsetin. Athöfnin hófst með forspili, orgel og fiðla: Yesterday. Presturinn fór með bæn. Kórinn söng Hærra minn Guð til þín. Pilturinn við hliðina á mér tók að þurrka tár.

Lesa áfram„Að gráta hefir sinn tíma“

Hvað heitir barnið?

Stundum rekst maður á myndir í gömlum umslögum og smákössum frá foreldrum sínum og öðrum gengnum ættmennum. Nýlega, við skoðun á slíkum komu nokkrar myndir í ljós, myndir sem hafa áður verið dæmdar of illa farnar til þess að hægt væri að lagfæra þær. Ein slík er til umfjöllunar hér.

Lesa áfram„Hvað heitir barnið?“

Til þín

Fimm sinnum hafði ég farið inn í bókabúðina og gengið umhverfis borðin og skoðað titla og kápur á efstu bókum staflanna. Sumar þeirra tók ég upp á leiðinni að þessari einu sem hugur minn sóttist eftir. Hún var ásamt fáum innan við afgreiðsluborðið, til hliðar við fjöldamenninguna. Falleg bók og hlaðin dýrlega vönduðum orðasamböndum. Ég tók hana ekki upp. Hún var of dýr fyrir mig.

Lesa áfram„Til þín“

Hvar hjartað slær

Við hittumst í anddyri hússins í gær. Á miðjum degi. Hann er grannur og snaggaralegur, maður á mínum aldri, og sagði, eftir góðan dag, „ég keypti nýjan bíl. Var orðinn leiður á að þvo þann eldri.“ Fyrst horfði ég á manninn, þóttist greina kaldhæðni, því hann átti svo til nýjan bíl fyrir. Sömu tegundar. Loks kviknaði á perunni og ég svaraði: „Ég þekkti mann sem keypti nýja skó þegar hann sleit skóreim.“

Lesa áfram„Hvar hjartað slær“

Skuggaföll. Ljósmyndasýning

Mannaði mig upp um hádegið, þrátt fyrir streymandi sólargeisla á svölunum, minnugur orða fisksalans í Skipholtinu um árið. Hann er svona fremur lágvaxinn maður, þybbinn, ber höfuðið hátt og hefur hvella rödd. Hann sagði, eftir að hafa rétt mér pokann með fiskinum; „…og þú ert fluttur í nýja íbúð?“ „Já, já.“ „Í blokk í Kópavogi?“ „Já.“ „Og allt alveg svakalega flott og notalegt?“ „Já.“ „Svo svakalega flott að þú ert hættur að nenna að fara út úr húsi.“ „Já, það er þannig.“

Lesa áfram„Skuggaföll. Ljósmyndasýning“

Áríðandi athugasemd

Í framhaldi af pistli í gær um andlát sonar Arnbjarnar Eiríkssonar, skal upplýst að útför drengsins verður gerð miðvikudaginn 29. júní, kl. 14:00 frá Keflavíkurkirkju.

Sorgarfregnir

Þegar ég opnaði tölvupóstinn undir hádegi í dag, nýkominn úr Borgarfirði, beið mín bréf frá Arnbirni Eiríkssyni, góðum vini, í Nýlendu 2, í Sandgerði, þar sem hann tilkynnti andlát systur sinnar, Margrétar Eiríksdóttur. Hún lést á sjúkrahúsinu í Húsavík, 15. júní.

Lesa áfram„Sorgarfregnir“

Ástarflótti

Er að lesa bók um þessar mundir sem heitir þessu forvitnilega nafni, Ástarflótti. Liebesfluchten. Hún er eftir Bernhard Schlink, þýskan rithöfund og þýdd af Þórarni Kristjánssyni. Önnur bók eftir Schlink er til á íslensku, Lesarinn, og er snilldarlega þýdd af Arthúri Björgvini Bollasyni. Sú bók hitti mig mjög ákveðið og hef ég lesið hana þrisvar sinnum.

Lesa áfram„Ástarflótti“

Framkrókar

Viðstaddur brautskráningu kandídata við Kennaraháskóla Íslands, í gær, situr í huga mínum eitt og annað eftirtektarvert úr ræðu rektors skólans, herra Ólafs Proppé. Meðal annars sagði hann, nokkurn veginn svona, að ekki ætti að sinna kennarastarfi af trú eða tilfinningu, heldur með rökvísri hugsun, byggðri á þekkingu og staðreyndum. Einhvern veginn fannst mér notkun hans á orðinu „trú“ vera óþarflega víðtæk og bjóða upp á neikvæða ósamkvæmni.

Lesa áfram„Framkrókar“

Útskriftarhátíð

Það var sannkallaður hátíðisdagur hjá yfir fimm hundruð nemendum Kennaraháskóla Íslands og fjölskyldum þeirra, þegar brautskráning frá skólanum fór fram í Haukahúsinu í Hafnarfirði í gær. Mikill mannfjöldi var þar samankominn og salurinn í þessu risastóra húsi þéttsetinn. Eftir setningu hátíðarinnar söng Diddú tvö lög af sinni alkunnu snilld. Síðan flutti rektor skólans, Ólafur Proppé, ávarp.

Lesa áfram„Útskriftarhátíð“