Ástarflótti

Er að lesa bók um þessar mundir sem heitir þessu forvitnilega nafni, Ástarflótti. Liebesfluchten. Hún er eftir Bernhard Schlink, þýskan rithöfund og þýdd af Þórarni Kristjánssyni. Önnur bók eftir Schlink er til á íslensku, Lesarinn, og er snilldarlega þýdd af Arthúri Björgvini Bollasyni. Sú bók hitti mig mjög ákveðið og hef ég lesið hana þrisvar sinnum.

Ég batt því miklar vonir við þessa nýju bók, Ástarflótta, en í henni eru sjö, fremur langar smásögur. Armæðan í fyrstu sögunni fékk mig til að leggja bókina frá mér um hríð. Tók svo til við hana aftur og nú lifnaði betur fyrir henni. Ein sagan í henni heitir Annar maður.

Hún fjallar um mann sem hafði hjúkrað eiginkonu sinni sem lést af krabbameini sem hvorki var hægt að fjarlægja né meðhöndla. Og það furðulega var að þótt konan hafi aldrei verið sérstaklega hégómleg þá var hégóminn hennar banamein. „Þegar læknirinn greindi æxli í hægra brjósti hennar og ráðlagði aðgerð hætti hún að vitja hans af ótta við að missa brjóstið.“

Svo þegar útförin og umstangið allt var afstaðið, og líf mannsins tekið að mynda nýjar skorður, „kom bréf til konu hans frá sendanda sem var honum ókunnur. Bréfið var stutt, skrifað með blekpenna.“

Elsku Lísa!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.