Við horngluggann

Eins og flesta morgna, upp úr klukkan sex, settumst við Ásta mín við horngluggann með kaffið okkar í morgun. Áður höfðum við kveikt á útvarpinu, rás eitt. Tónlistin sem þeir velja fyrsta klukkutímann í þættinum Árla dags, virðist ekki vera valin til þess að kalla fólk út í lífið. Stundum dettur manni í hug, bókstaflega, að einhver nákominn þáttastjórnendum sé nýlega dáinn og útförin verði seinna um daginn.

Lesa áfram„Við horngluggann“