Sætsúpa í allan mat

Það mátti lesa í dagblaði nýlega örstutt viðtal um hvítasunnuna við mann nokkurn sem titlaður var sérfræðingur í málefnum hennar. Kom fram sú skoðun mannsins að helst kysi hann að allir dagar ársins væru hvítasunnudagar. Yfirlýsingar sem þessi minna á orð smábarnsins sem lét þá ósk í ljós um jólin, þegar það hámaði í sig sælgæti, að gaman væri ef alltaf væru jól.

Lesa áfram„Sætsúpa í allan mat“

Styrjaldarlok 1945

Öll skipin sem voru í höfninni þeyttu þokulúðrana. Bílar flautuðu. Fánar voru dregnir að hún. Fólk hrópaði og segja má að hver einasti maður hafi brosað út að eyrum. Við pollarnir fórum niður að höfn. Mannfjöldi eigraði fram og aftur. Síðdegis og um kvöldið varð svo allt brjálað. Áflog og slagsmál milli hermanna og Íslendinga. Lögreglan beitti kylfum við að skakka leikinn. Fékk ekki rönd við reist. Beitti loks táragasi. Óeirðirnar héldu áfram daginn eftir.

Lesa áfram„Styrjaldarlok 1945“

Hvað er hjólið gamalt?

Fréttin birtist í Mogganum í morgun. Manneskjan sem setti hana fram var sigri hrósandi. Niðurstaða var fengin. Eftir rannsóknir og mælingar á nýjan kvarða hefur verið sannað að hjól snýst. Til sögunnar eru nefndir landskunnir vísindamenn og geðlæknar. Þeir hafa kannað nýtingu fólks á hjólinu og komist að þeirri niðurstöðu að það snýst hjá þeim sem líta á það sem hagnýtt fyrirbrigði. Að sjálfsögðu hafa þeir ekki prófað hjólið sjálfir.

Lesa áfram„Hvað er hjólið gamalt?“

Dínamít er sprengiefni

Við fórum í leikhús í gær. Við Ásta. Sáum leikritið Dínamít eftir Birgi Sigurðsson. Þetta er átakamikið og kröftugt leikverk. Mikil orðræða og framúrskarandi leikur. Við hrifumst af verkinu. Bæði. Það fer samt þannig fyrir mér í leikhúsi að það er textinn, hugsunin og tjáningin sem hrífur mig helst. Umgjörðin hefur minna gildi. Sennilega af því að ég hef ekki vit á henni.

Lesa áfram„Dínamít er sprengiefni“

Afar og ömmur Óla Ágústssonar

Það er við hæfi að gera öfum og ömmum nokkur skil. Að sjálfsögðu eiga allir aðgang að Íslendingabók og geta náð sér í fróðleik um forfeðurna þar. En í huga mínum var þetta fólk mér kært og á ég ekki von á að ættfræðibækur eða stofnanir hafi sömu tilfinningu til þeirra. Ég er svo lánsamur að eiga mynd af þeim öllum saman. Smellið á myndina til að stækka hana.

Lesa áfram„Afar og ömmur Óla Ágústssonar“

Horft í skóginn

Einhverju sinni kom ég í upptökuhljóðver í Hafnarfirði. Mætti heldur of fljótt, sem hefur verið siður minn í gegnum lífið og ótalmargir álasað mér fyrir, og settist á stól sem staðsettur var rétt innan við dyr eins upptökuherbergisins. Landskunnur hljómlistarmaður sat við flygil og lék á hann. Mér heyrðist hann leita að hljómum til að bæta við lagið sem hann spilaði. Þetta var falleg tónlist, dægurgerðar, og ég naut þess að hlusta.

Lesa áfram„Horft í skóginn“

Það vex eitt blóm

Ýmsir komast þannig að orði um lífsferil sinn að þeir megi muna tímanna tvenna. Er ljóðið um Hrærek konung á Kálfskinni, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, stórkostlegur kveðskapur um örlög tvenn. Þar kemur eftirfarandi ljóðlína fyrir aftur og aftur: „Man ég, man ég tíma tvenna. / Tár úr blindum augum renna.“ Ljóðið er harmaljóð og hrífur lesandann með sér inn í grimm örlög söguhetjunnar.

Lesa áfram„Það vex eitt blóm“

Fluguveiðar

Hún kom upp í huga minn, við fregnir af fyrsta veiðidegi í vötnum, veiðiferð ein sem við feðgarnir fórum í austur að Þingvallavatni, fyrir margt löngu. Pabbi minn og ég. Pabbi var mikill áhugamaður um stangveiði. Hann átti margar stangir af mismunandi gerðum, ótal veiðihjól og ógrynni af fluguboxum og spúnum. Og auðvitað töskur og tilheyrandi til að bera útgerðina í.

Lesa áfram„Fluguveiðar“