Öskudagur 1

Það er við hæfi að tala um iðrun í upphafi sjöviknaföstu. Öskudagur er einmitt fyrsti dagur föstunnar og tilkominn til þess að fá fólk til að skerpa á trú sinni, rifja upp píslargöngu Krists og þau andlegu verðmæti sem felast í atburðunum á Golgata.

Að sjálfsögðu eru þau orð sem heyra píslum frelsarans til mörgu nútímafólki fjarlæg og jafnvel óskiljanleg. En þau kalla á þakklæti í hugum þeirra sem fundu veginn að hæðinni sem kennd er við hauskúpu. Erindi Krists var að mæta iðrandi mönnum, körlum og konum og gefa þeim nýja möguleika í tilverunni, sbr. eftirfarandi:

„Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara til iðrunar.” Matt 5:32.

Fangi nokkur í fangelsinu í Kentucky sendi eftirfarandi bæn í bréfi til ritstjóra fréttabréfs jesúíta í borginni. Meðal annars stóð þar: „Kæri himneski faðir, ég kem til þín beygður og brotinn maður,…ég kem til þín frá fangelsi, stað sem kallast dauðadeild, og bið þess að þú hafir samúð og meðaumkun, Drottinn, með vesælli sál minni… þerrir társtokkin augu mín og miskunnir þig yfir þennan auma mann. Heyr þessa harmfullu bæn mína.”
Jack Joe Holland

Gott ráð, sem getur hjálpað þeim sem erfitt eiga með að tala við Guð, er að skrifa bæn sína á blað. Gera það í hjartans einlægni og tjá á þann hátt hug sinn og örvæntingu. Guð hlustar nefnilega inn í hjörtu mannanna. Ekki bara á orð þeirra.

„Það er enginn dýrlingur án fortíðar og enginn syndari á framtíðar.” Anonymus.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.