Páskarnir nálgast. Margir fá frí og verða sér úti um tilbreytingu af einhverri gerð. Og svo auðvitað páskaeggin. Áætla má að færri hefðu áhuga á pistli sem þessum ef hann hæfist svona: Föstudagurinn langi nálgast. Píslarganga Krists og krossfestingin. Já. Það eru væntanlega ekki margir, nú til dags, sem setjast hljóðir og íhuga þau mál. Nei. því miður.
Og til eru kirkjur sem telja sig kristnar en eru læstar þann föstudag.