Við Ásta sátum við horngluggann okkar í morgun, sötruðum sjóðheitt kaffi og fórum yfir atriði afmælishátíðar Samhjálpar sem haldin var með pompi og prakt í Fíladelfíukirkjunni sunnudaginn 23. mars, s.l. Við ræddum meðal annars þel stjórnarmanna safnaðarins sem buðu okkur að koma í samkomuna þar sem þeir vildu heiðra okkur og færa að gjöf konfekt fyrir vel unnin störf í Samhjálp í 23 ár. Hvað við afþökkuðum.
Þjáning og fegurð
Franski listmálarinn Henri Matisse lést 1954, þá 86 ára að aldri. Síðustu ár ævinnar þjáðist hann mjög af liðagigt sem afmyndaði hendur hans og olli stöðugum þjáningum sem gerðu honum erfitt að halda á pensli. Hann hélt samt áfram að mála og til þess að valda penslinum þurfti hann að vefja tuskum um fingurna. En þjáningin var stöðugt sú sama.