Það er þannig með blessuð börnin, að á meðan þau eru kornabörn er talað um aldur þeirra í vikum, síðan í mánuðum. Loks verða þau einhverra mánaða gömul, þriggja, fjögurra, fimm eða sex. Þannig er með yngsta barnið okkar Ástu, það er sex mánaða í dag, áttunda mars. Ótrúlegt hvað timinn líður hratt.