Davíðssálmur á rakarastofu

Staddur inni á rakarastofu fyrr í vetur, hvar ég sat og las í blaði og beið eftir að að mér kæmi, vék sér að mér sá sem rakarinn var að ljúka við að klippa. Hann heilsaði mér blíðlega og þakkaði innilega fyrir grein sem ég hafði skrifað mörgum árum áður, í blað, um Davíðssálm 23. Vinsemd mannsins kom mér á óvart enda er hann þekktur milljarðamæringur í þjóðinni. Viðbrögð mín urðu því fremur klaufsk. „Gerði ég það?” var það eina sem ég gat sagt.

Lesa áfram„Davíðssálmur á rakarastofu“

Á grænum grundum

Á meðan flensudagarnir gengu yfir, það tók tíu daga, og fólk breiddi sæng upp fyrir haus til að draga úr óbærilegum hóstakviðum, fengust sálir okkar við það að rifja upp gamla og góða daga. Daga, þegar æskan réði ríkjum og ný tegund af tilfinningum spratt fram af ægikrafti. Geisaði eins og stormsveipir og lyftu lífsglöðum unglingum upp af jörðinni.

Lesa áfram„Á grænum grundum“