Vald konunnar

Ekki á fótum fyrr en undir átta. Þá var bjartara úti en marga undanfarna morgna. Verkaði vel á sálina. Og kaffið rann niður og þaut út í æðarnar. Eftir seinni bollann byrjaði Ásta að tala. „Það væri gott að ganga svolítið núna.” „Já, elskan mín, fyrir alla muni gakktu.” „Mundir þú koma með” „Viltu nokkuð vera að draga mig inn í þetta?” Þögn.

Lesa áfram„Vald konunnar“