Vafalaust eru það ekki margir íslendingar sem leggja á sig að fasta af trúarlegum ástæðum. Aftur á móti er augljóst að mjög margir fasta til að minnka á sér offituna. Eru bæði kolvetna- og kalóríuföstur á hvers manns vörum um þessar mundir. Fyrir líkamann. En föstur af trúarlegum ástæðum eru fyrir andann. Hjartað, sálina, hugann og máttinn, þessum þáttum sem Guð ætlast til að fólk trúi af.