Kaloríur og kolvetni

Vafalaust eru það ekki margir íslendingar sem leggja á sig að fasta af trúarlegum ástæðum. Aftur á móti er augljóst að mjög margir fasta til að minnka á sér offituna. Eru bæði kolvetna- og kalóríuföstur á hvers manns vörum um þessar mundir. Fyrir líkamann. En föstur af trúarlegum ástæðum eru fyrir andann. Hjartað, sálina, hugann og máttinn, þessum þáttum sem Guð ætlast til að fólk trúi af.

Ritningin segir: „Mun slíkt vera sú fasta sem mér líkar… …að þú hengir niður höfuðið sem sef… …Nei, sú fasta sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar… …láta rakna bönd oksins,… …að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda,… …klæðir klæðlausa…” Jes. 58:5-7.

Í auglýsingu á gulu síðunum í símaskrá Illinoisborgar mátti lesa eftirfarandi: „GÆLUDÝRA MÓTEL. Lúxus íbúðir af ýmsum stærðum, FM tónlist í hverju herbergi, snyrtistofur, eldri borgara (gæludýra) sérstök dagskrá. Dagleg smákökustund.” Í fyrstu brosir maður við lestur svona auglýsingar. En síðan rennur upp fyrir manni að það er betur hugsað um gæludýrin heldur en fátæka fólkið.

„Ef frjálst þjóðfélag getur ekki hjálpað hinum mörgu fátæku, getur það ekki bjargað hinum fáu sem eru ríkir.” John F. Kennedy

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.