Það er margslungið mál, þetta með vináttu. Einn morguninn rifjaðist upp fyrir mér hve einlæga vini ég eignaðist ungur maður. Og hvað þeir aftur og aftur yljuðu mér á misgóðum tímum í lífinu. Vinir eins og Róbert, Pílar, Pabló og María, eða Jake, Brett Ashley og Robert Cohn. Aftur og aftur buðu þau mér í veislu til sín. Sem var hluti af lífsnautninni.