Það er ekki einfalt fyrir fólk að fylgja hugsun og orðum Krists. Að jafnaði fellur það ævinlega í þá gröf að taka sjálft sig fram fyrir hann jafnvel þótt það hafi orð hans á vörunum daginn út og daginn inn. Það er nefnilega mikill vandi og krefst hugsunar og sjálfsafneitunar að taka orð Guðs fram fyrir sjálfsdýrkun og sjálfsaðdáun.