Það var svo ágætur dagur í gær. Við fórum í göngutúr um Smáralind á leiðinni suður í Hafnarfjörð. Þar var ekki margt fólk á ferðinni. Helst í austurendanum á efri hæðinni þar sem þrír sýndu glennur úr Rómeó og Júlíu. Skrítið. Svo sýndu nokkur unglingapör dansa. Hægan vals og tangó og rokk. Sá þarna miðaldra konu, smá-vaxna. Hún ók innkaupakerru með sitt lítið af hverju í og horfði á atriðin lengi, lengi. Ég fékk á tilfinninguna að engin biði hennar heima.