Nostalgía

Minning um pabba minn vitjar mín ævinlega á afmælisdegi hans. Sá er í dag. Pabbi var fæddur 1907. Hann lést langt um aldur fram, aðeins fimmtíu og fjögurra ára gamall. Þetta var flinkur og flottur maður. Hann hafði iðnaðarréttindi í þrem fögum. Í fyrsta lagi gaslögnum, þá í skósmíði og loks pípulögnum. Það var sérlega ánægjulegt að horfa á hendur hans þegar hann var að vinna. Á margar minningar um það.

Lesa áfram„Nostalgía“

Betri eru tveir en einn

Það fylgir því sérstök tilfinning að fara á fætur árla föstudaginn langa og ganga fáklæddur út á verönd við lítið frístundahús. Úti í mörkinni, alllangt frá öðrum hýbýlum. Og horfa yfir móana og til fjalla og finna í lykt andvarans að það er enn vetur, þótt veðurblíðan sé ótrúlega mannvæn. Og sakna söngsveitar mófuglanna sem lífga hverja þúfu og hvert barð þegar vorið víkur fyrir sumrinu. En sá tími er enn ekki kominn þótt landsmet hita marsmánaðar hafi verið slegið í sveitinni.

Lesa áfram„Betri eru tveir en einn“

Mögnuð vika

Hún er mögnuð þessi vika. Mögnuð fyrir páskaeggjaframleiðendur. Mögnuð fyrir verslun með gjafir til ferminga. Og mat. Þá er hún mögnuð fyrir fátækt fólk sem á ekki fyrir mat. Það les á pakkana í hillum verslana. Leggur frá sér þá dýrari og velur ódýrari. Eða sleppir þeim. Þetta sést í verslunum. Eldri borgarar og ungar einstæðar mæður. Og börnin þeirra horfa með sársauka á miljónir páskaeggja. Vita af reynslu að þau fá bara númer eitt eða tvö.

Lesa áfram„Mögnuð vika“

Borgarhátíð

Borgarhátíðir einkennast af miklum mannfjölda. Fólk streymir um göturnar syngjandi, hlægjandi og fagnandi. Fagnaðarstemningin hrífur alla og hópsálin fyllist af sælukennd og ærslum. Allt í einu heyrist af þessum sérkennilega náunga. Hann sé að koma á hátíðina til að taka þátt. Og mannfjöldinn snýr sér að honum. Skemmtilegt að fá tilbreytingu. Syngjandi og sveiflandi greinum fer fólkið á móti honum.

Lesa áfram„Borgarhátíð“

Konan, sem kyndir hjarta mitt

Davíð Stefánsson er eitt af mínum ljúflingsskáldum. Drengur gladdist ég yfir ljóðum hans. Las enda sum þeirra aftur og aftur. Og les þau enn. Upplifi gjarnan svipuð áhrif og forðum og finn þau líða um innri manninn. Þrátt fyrir aldurinn. Minn. Orð hans falla svo haglega hvert að öðru, eins og listasmíð sem fær mann til að strjúka, ósjálfrátt, með fingurgómunum um samskeyti. Og í vefnaði orðanna leynist ósegjanlegur þráður og tilfinning.

Lesa áfram„Konan, sem kyndir hjarta mitt“

Itza í-addiga

Það er langt síðan ég hef lesið skáldsögu eftir íslenskan höfund sem ég hafði jafn mikla ánægju af. Hef eiginlega ekki lesið skáldsögur eftir þá um árabil. Nema fyrstu tíu síðurnar eða svo. Er fastur í þessum gömlu með Kiljan, Bjart og Hreggviðsson í efsta sæti.

Lesa áfram„Itza í-addiga“

Og orðið varð maður

Í gærmorgun klukkan níu var ég mættur við Hallgrímskirkju í frosti og vindstreng eins og nætt hefur um Skólavörðuholtið undanfarna daga. Sem og aðrar hæðir þessa vindauðuga lands. Erindið var að næla í eintak af nýrri þýðingu Nýja testamentisins sem hvíslað hafði verið að mér að fengist í ritröð Biblíurita. Starfsmenn kirkjunnar voru þegar komnir á kreik og slangur af útlendum ferðamönnum.

Lesa áfram„Og orðið varð maður“

Að fá að vera manneskja II

Það er annars lærdómsríkt að velta fyrir sér hugsunum sem snúast um að fá að vera manneskja. Svo virðist sem að um allar götur mannsins megi sjá undirokað fólk og þá sem undiroka það. Nærtækt dæmi má lesa í Heilagri ritningu. Þar segir frá því hvernig Egyptar héldu Ísraelum niðri og komu í veg fyrir að þeir fengju að vera manneskjur eftir sínum eigin viðmiðunum. Þetta var fyrir 3300 árum, eða um 1300 fyrir okkar tímatal.

Lesa áfram„Að fá að vera manneskja II“

Að fá að vera manneskja

Stúdentablaðið kom mér á óvart í morgun. Mannvit, menntun og hlýja gæti verið einskonar aðalumsögn um það. Við lestur greinar um Gunnfríði Lilju Grétarsdóttur fylltist hugur minn af aðdáun. Það andar svo hlýju frá henni, lífsviðhorfum hennar og viðfangsefnum. Það mætti heyrast oftar af slíkum einstaklingum. En kannski eru þeir ekki margir. Viðhorf hennar til ástarinnar og þeirra forréttinda að fá að upplifa það að verða ástfangin eru full af hlýju og mannskilningi.

Lesa áfram„Að fá að vera manneskja“