Betri eru tveir en einn

Það fylgir því sérstök tilfinning að fara á fætur árla föstudaginn langa og ganga fáklæddur út á verönd við lítið frístundahús. Úti í mörkinni, alllangt frá öðrum hýbýlum. Og horfa yfir móana og til fjalla og finna í lykt andvarans að það er enn vetur, þótt veðurblíðan sé ótrúlega mannvæn. Og sakna söngsveitar mófuglanna sem lífga hverja þúfu og hvert barð þegar vorið víkur fyrir sumrinu. En sá tími er enn ekki kominn þótt landsmet hita marsmánaðar hafi verið slegið í sveitinni.

Lesa áfram„Betri eru tveir en einn“