Nostalgía

Minning um pabba minn vitjar mín ævinlega á afmælisdegi hans. Sá er í dag. Pabbi var fæddur 1907. Hann lést langt um aldur fram, aðeins fimmtíu og fjögurra ára gamall. Þetta var flinkur og flottur maður. Hann hafði iðnaðarréttindi í þrem fögum. Í fyrsta lagi gaslögnum, þá í skósmíði og loks pípulögnum. Það var sérlega ánægjulegt að horfa á hendur hans þegar hann var að vinna. Á margar minningar um það.

Lesa áfram„Nostalgía“