Menn greinir á um trúarbænir í grunnskólum. Örlítill hópur fólks vill ekki að börn þess læri að biðja til Guðs. Sjálfsagt er að allir megi hafa sínar skoðanir. Það virðist samt ekki sanngjarnt að fara fram á það að börn 95% þjóðarinnar fari á mis við þær sjálfsögðu helgireglur að hefja starfsdaginn með einfaldri bæn. Margir hafa þá skoðun að það sé hollt og gott fyrir hvern og einn að hafa í huga og hjarta mynd af æðri persónu en sjálfum sér.
Hverfisgata 44
Árið 1997, þegar okkur bauðst að kaupa bæði húsin, framhúsið og bakhúsið að Hverfisgötu 44, upplifðum við það sem enn eina áskorun frá Guði og andanum sem hafði brýnt okkur í starfinu fyrir Samhjálp hvítasunnumanna. Fyrst ræddi ég málið við Ástu mína og aðra nánustu samstarfsmenn. Síðan voru viðbrögðin þau að fara afsíðis og krjúpa og tala við Drottin. Þannig hafði ég fengist við allar stærri ákvarðanatökur í starfinu í tuttugu ár. Á hnjánum. Afsíðis. Og glímt.
Heilabrot II
Við vorum að tala um Walt Whitman. Hvað það gæti verið erfitt að skilgreina markmið hans. En þannig er auðvitað með allan texta. Þess vegna verður maður að leggja frá sér bók og taka hana upp aftur og nálgast textann frá annarri hlið. Ef við síðan segjum að í aðalatriðum séu hliðarnar fjórar eins og áttirnar, þá komum við fljótt að fyrstu hliðinni aftur. En nú er ekki víst að þú sjáir textann þaðan á sama hátt og við fyrstu lesningu, því auðvitað hefur ferðalag þitt umhverfis textann haft áhrif á viðhorf þín. Og þú verður að fara einn hring enn. Þetta veldur vissulega heilabrotum.
Heilabrot
Walt Whitman hefur reynst mér erfiður þessa viku. Hef verið að þrýsta mér í gengum hann síðustu daga. Hann er þó sagður eitt mesta ljóðskáld Bandaríkjanna fyrr og síðar. Reyndar hef ég lent í svipuðum erfiðleikum áður. Það sem sérfræðingar, bókmenntamenn, heimspekingar og geðfræðingar hinna ýmsu greina setja á hæstu hestanna og hrópa lof og dýrð yfir, veldur mér iðulega heilabrotum og verk í hnakkanum. Man eftir þessu m.a. þegar ég tók að klóra mig í gegnum Odysseif James Joyce.
Fishermans Woman
Afar falleg tónlist. Og söngur. Hljómþýður. Kyrr. Myndugur. Einlægur. Og þrátt fyrir eril og hamagang hugans stansar þú við. Getur ekki annað. Hvað er konan að segja? Við hvern er hún að tala? Við hvern talar hún?
Búið með kjark vorn og kjarna
Sú saga var sögð af Austfirðingum á fyrri hluta síðustu aldar, að svo þröngt hafi verið í búi hjá þeim eitt árið að þeir hafi neyðst til að borða útsæðiskartöflurnar á útmánuðum. Fólk hló að þessu og þótti atferlið bera vitni um lítil búhyggindi, skammsýni og fávisku. En hafi nú fátækt þeirra verið svo mikil að ekki hafi verið komist hjá því að borða útsæðið á „milli heys og grasa“, þá vakna spurningar um hvort útsæðiskartöflurnar hafi ekki samt haldið lífi í fólkinu og gert þeim kleift að tóra fram á grös.
Orðaleikur
Komdu að lesa. Borið fram: kondaðlesa. Segjum þá: Komdu að lesa hrísgrjón. Eða: Kondaðlesa hrísgrjón. Grunnurinn: Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Eða þannig. 🙂
Erfiðismenn
Þátturinn í Ríkissjónvarpinu um Ragnar í Smára var ekki nálægt því að vera nógu vel gerður til þess að bergmála hug og stærð þessa unnanda lista, og þjóðarstólpa í því samhengi. Einn viðmælenda í þættinum, Halldór Kiljan Laxness, muni ég rétt, hafði þau ummæli um Ragnar að hann hafi gefið „erfiðisfólki“ tækifæri til að njóta listarinnar, með útgáfu á bókum og eftirprentunum og ekki síst því að gefa ASÍ málverkin sem urðu grunnur að listasafni þess.
Hin ákærða númer fjögur
Hún átti sér leyndarmál. Leyndarmál sem hún lagði allt í sölurnar fyrir til að ekki kæmist upp. Þegar hún var færð fyrir dómara og ákærð fyrir stríðsglæpi í fangabúðum nasista, játaði hún á sig ýmis brot sem hún var saklaus af. Eingöngu til þess að leyndarmálið yrði ekki opinbert.
Þá voru engir peningar
Lognmollan kom, iðandi og fallandi – loðin og stór. Skæðadrífa. Stórar snjóflyksur sem falla í logni. Jörðin var orðin hvít. Rétt á meðan Lýður klippti mig. Og bjart yfir að líta á bílastæðinu. Sálin brosti við birtunni. Eldri maður skóf af afturrúðu bíls síns. Hann var önnum kafinn. Ég ávarpaði hann: „Hún heitir Hundslappadrífa.“ „Já, já, ég man vel eftir henni. Svo er fullt af fólki sem veit eiginlega ekkert hvað snjór er. Þetta var oft þannig í gamla daga að ruðningurinn var svo hár meðfram veginum að það sást ekki út yfir hann.“