Tous les matines du monde

Hún fjallar um harm. Yfirþyrmandi ósegjanlegan harm eins manns. Úr krömdu hjarta hans óx tónverkið Tregagröfin. Leikin á gömbu. Með tónum tjáði hann sorg sína og angist. Það sem orð náðu ekki til. Hann lét smíða handa sér kofa úti í garði, í gríðarmiklu mórberjatré. Fjórar tröppur upp. Hann bætti bassastreng við hljóðfærið svo hægt væri að ná dýpri tón á það og ljá honum dapurlegri blæ.

Lesa áfram„Tous les matines du monde“

Davíð Stefánsson

Afskaplega feiminn kom ég inn í bókabúð, svona venjulegur unglingur liðlega fermdur, og keypti mér ljóðabók eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ég hef alltaf nefnt nafnið hans með lotningu og fundist Fagriskógur vera hluti af því. Á heimili foreldra minna, sem var sárafátækt verkamannaheimili, var lítið um bækur og varla nokkra ljóðabók að finna. Það varð því nokkurt uppþot þegar ég kom með bókina og fólk spurði hvort ég ætlaði að verða skáld.

Lesa áfram„Davíð Stefánsson“

Batavegur þrjú

Í bókinni Málsvörn og minningar segir höfundur á bls. 30, og er þá að tala um Ljóðaljóðin:„Nei, þetta er kynósa ástarkvæði og kemur guði og Ísrael lítið við, nema hvað sköpunin öll er auðvitað af guðlegum toga og ástir karls og konu eitt af undrum hennar:“ Það var þarna sem ég stansaði við og lagði frá mér bókina í bili. Las síðan setninguna aftur og aftur og enn einu sinni. Fann í hjarta mínu stíga gleði yfir því að eiga bækur og persónulega trúarreynslu sem sjá Ljóðaljóðin í allt öðru ljósi.

Lesa áfram„Batavegur þrjú“

Batavegur tvö

Margir hafa lagt fyrir sig í gegnum aldirnar að útskýra Ljóðaljóðin. Í þeim hópi eru jafnt andleg stórmenni, minni og meiri spámenn og fræðimenn. Kannski hefur þeim flestum fundist sín skoðun vera hin eina rétta. Það er mannlegt. Og þótt margir fáist við að útskýra ritningarnar fyrir öðrum, þá blasir við að það er ekki á hvers manns færi að koma auga á kjarna þeirra.

Lesa áfram„Batavegur tvö“

Á bataveginum

Á bataveginum. Loksins. Tölvan mín. Þetta yndi mitt og elska. Vírusar herjuðu á hana í síðustu viku. Og bakteríur. Geðveikibakteríur. Í þúsundavís. Hún varð fársjúk, vesalingurinn. Og ég þessi auli sem ekkert kann nema að skrifa á hana. Hringdi því á verkstæði og bað um hjálp. „Ekki í dag og varla á morgun,“ var svarað. Og það stóðst. Helgin gekk í garð og tölvan um það bil meðvitundarlaus. Ég fékk mér magnyl. Tölvan neitaði að taka lyf.

Lesa áfram„Á bataveginum“

Hinn fyrsti dagur

Við hefjum árið, vitaskuld, með því að hlusta eftir orðum Jesú Krists. Þau eru mikilsverð. Mikilsverðari en flestir hyggja. Í fyrsta lagi er það vegna þess að þau hafa í sér líf. Yfirfljótandi líf. En það má hugsa sér að líf sé virk orka og hreyfing. Erindi Krists var, er, að veita þessum orðum, það er, lífinu og orkunni sem í þeim býr til þeirra sem vanbúnir eru.

Lesa áfram„Hinn fyrsti dagur“