Davíð Stefánsson

Afskaplega feiminn kom ég inn í bókabúð, svona venjulegur unglingur liðlega fermdur, og keypti mér ljóðabók eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ég hef alltaf nefnt nafnið hans með lotningu og fundist Fagriskógur vera hluti af því. Á heimili foreldra minna, sem var sárafátækt verkamannaheimili, var lítið um bækur og varla nokkra ljóðabók að finna. Það varð því nokkurt uppþot þegar ég kom með bókina og fólk spurði hvort ég ætlaði að verða skáld.

Lesa áfram„Davíð Stefánsson“