Tous les matines du monde

Hún fjallar um harm. Yfirþyrmandi ósegjanlegan harm eins manns. Úr krömdu hjarta hans óx tónverkið Tregagröfin. Leikin á gömbu. Með tónum tjáði hann sorg sína og angist. Það sem orð náðu ekki til. Hann lét smíða handa sér kofa úti í garði, í gríðarmiklu mórberjatré. Fjórar tröppur upp. Hann bætti bassastreng við hljóðfærið svo hægt væri að ná dýpri tón á það og ljá honum dapurlegri blæ.

Lesa áfram„Tous les matines du monde“