Hverfisgata 44

Árið 1997, þegar okkur bauðst að kaupa bæði húsin, framhúsið og bakhúsið að Hverfisgötu 44, upplifðum við það sem enn eina áskorun frá Guði og andanum sem hafði brýnt okkur í starfinu fyrir Samhjálp hvítasunnumanna. Fyrst ræddi ég málið við Ástu mína og aðra nánustu samstarfsmenn. Síðan voru viðbrögðin þau að fara afsíðis og krjúpa og tala við Drottin. Þannig hafði ég fengist við allar stærri ákvarðanatökur í starfinu í tuttugu ár. Á hnjánum. Afsíðis. Og glímt.

Lesa áfram„Hverfisgata 44“