Þá voru engir peningar

Lognmollan kom, iðandi og fallandi – loðin og stór. Skæðadrífa. Stórar snjóflyksur sem falla í logni. Jörðin var orðin hvít. Rétt á meðan Lýður klippti mig. Og bjart yfir að líta á bílastæðinu. Sálin brosti við birtunni. Eldri maður skóf af afturrúðu bíls síns. Hann var önnum kafinn. Ég ávarpaði hann: „Hún heitir Hundslappadrífa.“ „Já, já, ég man vel eftir henni. Svo er fullt af fólki sem veit eiginlega ekkert hvað snjór er. Þetta var oft þannig í gamla daga að ruðningurinn var svo hár meðfram veginum að það sást ekki út yfir hann.“

Lesa áfram„Þá voru engir peningar“