Heilabrot III

Mín orð eru orð almúgans. Setningin er skrifuð undir áhrifum frá Walt Whitman. Sumt sem hann segir vekur áhuga. Á ekki að orða það þannig? Whitman stillir sér upp hjá sjálfum sér: „Ég fellst á veruleikann, og dirfist að draga hann í efa, / Frá upphafi til enda gegnsýrðan af efnishyggju.“ Og síðar: „Orð mín taka síður til eigna og eiginleika, heldur minna þau á líf sem er óskráð, á frelsi og lausn úr vanda, …“ (Söngurinn um sjálfan mig. Kafli 23)

Lesa áfram„Heilabrot III“