Franski listmálarinn Henri Matisse lést 1954, þá 86 ára að aldri. Síðustu ár ævinnar þjáðist hann mjög af liðagigt sem afmyndaði hendur hans og olli stöðugum þjáningum sem gerðu honum erfitt að halda á pensli. Hann hélt samt áfram að mála og til þess að valda penslinum þurfti hann að vefja tuskum um fingurna. En þjáningin var stöðugt sú sama.
Einhverju sinni var hann spurður að því hvers vegna hann legði á sig að mála þegar verkirnir væru alltaf svona miklir. Matisse svaraði: „Þjáningin hverfur en fegurðin lifir.” Á svipaðan hátt má segja að hin ægilega þjáning sem Jesús Kristur leið við krossfestinguna hafi gengið yfir, en fegurð og yndisleiki fórnar hans lifi að eilífu.
„Ég bauð bak mitt þeim sem börðu mig og vanga mína þeim sem reyttu skegg mitt, huldi ekki andlit mitt fyrir háðung og hrákum.” Jes. 50:6.