Margir fá frí um páska

Páskarnir nálgast. Margir fá frí og verða sér úti um tilbreytingu af einhverri gerð. Og svo auðvitað páskaeggin. Áætla má að færri hefðu áhuga á pistli sem þessum ef hann hæfist svona: Föstudagurinn langi nálgast. Píslarganga Krists og krossfestingin. Já. Það eru væntanlega ekki margir, nú til dags, sem setjast hljóðir og íhuga þau mál. Nei. því miður.
Og til eru kirkjur sem telja sig kristnar en eru læstar þann föstudag.

Lesa áfram„Margir fá frí um páska“

Samhjálp og dagbókin okkar

Við Ásta sátum við horngluggann okkar í morgun, sötruðum sjóðheitt kaffi og fórum yfir atriði afmælishátíðar Samhjálpar sem haldin var með pompi og prakt í Fíladelfíukirkjunni sunnudaginn 23. mars, s.l. Við ræddum meðal annars þel stjórnarmanna safnaðarins sem buðu okkur að koma í samkomuna þar sem þeir vildu heiðra okkur og færa að gjöf konfekt fyrir vel unnin störf í Samhjálp í 23 ár. Hvað við afþökkuðum.

Lesa áfram„Samhjálp og dagbókin okkar“

Þjáning og fegurð

Franski listmálarinn Henri Matisse lést 1954, þá 86 ára að aldri. Síðustu ár ævinnar þjáðist hann mjög af liðagigt sem afmyndaði hendur hans og olli stöðugum þjáningum sem gerðu honum erfitt að halda á pensli. Hann hélt samt áfram að mála og til þess að valda penslinum þurfti hann að vefja tuskum um fingurna. En þjáningin var stöðugt sú sama.

Lesa áfram„Þjáning og fegurð“

Hjörtu sem elska

Það er ekki algengt nú til dags að heyra fólk tala um Krist og þjáningar hans. Flest allir eru uppteknir af sínum eigin málum, hvort sem þau eru mikilvæg eða ekki. Svo virðist sem trú og kristindómur sé nútímafólki ekki hátt í sinni utan þessi árlega bylgja af fermingum sem minnir á eitthvað allt annað en Krist og píslargöngu hans. Hér á landi virðist sem peningar eigi að túlka alla hluti, veraldlega og andlega.

Lesa áfram„Hjörtu sem elska“

Bloggið um Írak

Þetta hófst með því að maðurinn spurði hvort ég væri með ný gleraugu. „Nei, ekki aldeilis. Þau eru árs eða tveggja.” „Hví spyrðu?” „Mér sýnist eitthvað vera breytt við þig.” „Hvað ætti það að vera?” „Ég veit það ekki. Ertu nýklipptur, kannski?” „Nei sko ekki, rakarinn minn er á Kanarí. Sex vikur held ég.” „Það er samt eitthvað breytt við þig,” sagði maðurinn, en við höfum hist á hverjum degi síðustu mánuði. „Hvað getur verið svona breytt við þig?” sagði hann svo eftir að hafa skoðað mig um hríð. „Ja, ég veit ekki um neitt, nema að það var skipt um bremsuklossa í bílnum mínum í morgun.”

Lesa áfram„Bloggið um Írak“

Sælureitur á jörð

Það var svo ágætur dagur í gær. Við fórum í göngutúr um Smáralind á leiðinni suður í Hafnarfjörð. Þar var ekki margt fólk á ferðinni. Helst í austurendanum á efri hæðinni þar sem þrír sýndu glennur úr Rómeó og Júlíu. Skrítið. Svo sýndu nokkur unglingapör dansa. Hægan vals og tangó og rokk. Sá þarna miðaldra konu, smá-vaxna. Hún ók innkaupakerru með sitt lítið af hverju í og horfði á atriðin lengi, lengi. Ég fékk á tilfinninguna að engin biði hennar heima.

Lesa áfram„Sælureitur á jörð“

Hjálpa vantrú minni

Það er ekki einfalt fyrir fólk að fylgja hugsun og orðum Krists. Að jafnaði fellur það ævinlega í þá gröf að taka sjálft sig fram fyrir hann jafnvel þótt það hafi orð hans á vörunum daginn út og daginn inn. Það er nefnilega mikill vandi og krefst hugsunar og sjálfsafneitunar að taka orð Guðs fram fyrir sjálfsdýrkun og sjálfsaðdáun.

Lesa áfram„Hjálpa vantrú minni“

Finca Vigia

Það er margslungið mál, þetta með vináttu. Einn morguninn rifjaðist upp fyrir mér hve einlæga vini ég eignaðist ungur maður. Og hvað þeir aftur og aftur yljuðu mér á misgóðum tímum í lífinu. Vinir eins og Róbert, Pílar, Pabló og María, eða Jake, Brett Ashley og Robert Cohn. Aftur og aftur buðu þau mér í veislu til sín. Sem var hluti af lífsnautninni.

Lesa áfram„Finca Vigia“

Að tala þannig

Menn skiptust í flokka um skoðun á Kristi. Þannig er það einnig í dag. Menn greinir á. Það er ekki nóg með að flokkarnir skiptist í þá sem trúa og hina sem ekki trúa. Sei, sei, nei. Það er líka mikill fjöldi af mismunandi flokkum sem trúa. Og svo deila þeir um kenningar. Það er annars ákaflega merkilegt að velta þessu fyrir sér. Þó ekki af svo miklum ákafa að maður hætti að sjá Krist, þar sem hann í hógværð sinni fylgir heilögum anda sem leitar þeirra sem vilja með hann hafa.

Lesa áfram„Að tala þannig“

Rándýrir hanskar

Við horngluggann, í morgun, yfir kaffibollunum litum við í ljóðabækur tvær, litlar en snotrar, eftir Björn Sigurbjörnsson. Þessi við erum við Ásta. Hún hafði látið áhuga sinn fyrir einu ljóðanna í ljós fyrir tveim vikum, þegar hún heyrði á Rás eitt lesið ljóðið 11. september, eftir Björn. Það varð til þess að ég gerði mér erindi niður í Mál og menningu einn daginn til að skoða bókina, sem reyndust vera tvær, og keypti þær og gaf Ástu í afmælisgjöf. Önnur heitir Orð og mál, hin Út og heim.

Lesa áfram„Rándýrir hanskar“