Óyndi

Dagarnir þegar ég uni ekki

Dagarnir þegar ég uni ekki
uni ekki, uni ekki,
og angrið sveiflast sem norðurljósin,
norðurljósin, norðurljósin,
rafbylgjur í grænum litum,
grænum litum, grænum litum,
brjótast um á hæl og hnakka,
hæl og hnakka, hæl og hnakka
og bak við þau er næturmyrkrið
næturmyrkrið, næturmyrkrið.
Svarta þögla næturmyrkrið.

Þá er svo gott þegar Góðið milda
gefur af hjartans sjóði dýrum
og leggur sinn vanga að vanga mínum.

Dagrenning þá ég nýja eygi,
nýja eygi, nýja eygi,
og byrja aftur að una við daginn,
una við daginn, una við daginn.
Og angan lífsins. Og angan lífsins.
Og ilminn góða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.